mánudagur, ágúst 11, 2003

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að tjá sig almennileg hérna á þessarri síðu.

Nú er síðan orðin nokkurnvegin eins og ég vil hafa hana, eftir miklar breytingar þá held ég að þetta sé bara komið.

En nóg um það...
...ég er núna búinn að vera í 2 vikur í skólanum og þetta gengur svona lala, ég náttúrulega skil ekki baun (a) (hahhahahaha), smá djókur, en ég get sýnt hvað ég kann þegar það eru verklegir tímar, ég er búinn að fara í verklegt í Eldhús, kjötiðn og bakarí og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Reynadar byrjaði skólinn ekki svo svaðalega vel því að ég var settur í ensku sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þetta var enska fyrir byrjendur og í fyrsta tímanum þá áttum við að fylla í eyðurnar orð eins og "name" og "years old" og þannig ... ég var ekki par ánægður en fékk þetta metið (sem betur fer). Aðrir tímar eru svona venjulegir fyrir þennan bransa, nema hvað að ég held að "samfundsfag" eigi eftir að reynast mér erfitt því að það er verið að tala um danska ríkisstjórn og svoleiðis, eitthvað sem ég hef barasta ekkert vit á (né kanski áhuga).
Annars er ég bara heima núna, ég get mig næstum hvergi hreift því að ég er með svoddan tak í herðunum, ég ætla að reyna að ná þessu úr mér í dag svo að ég komist í skólann á morgun (vonandi)...

Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir hér í Odense, íbúðin okkar litla er orðin af svona Ikea hugviti, "GO CUBIC" , sem þýðir að við erum með hillur upp í loft og kassa og allskonar á þeim sem geymslupláss. Þetta er bara að koma vel út að mér finnst, en þetta leit nú ekki vel út þegar við komum hér fyrir um mánuði síðan, ég ætlaði þá ekki að flytja inn í þennan skókassa, þetta náði því nú ekki að vera einusinni kústaskápur en þetta er fínt núna.
Vonandi verða komnar myndir inn á netið bráðlega af okkur og kanski af íbúðinni líka.

Hitabylgjan er að gera útaf við mig núna, klukkan er 10.20 og það er ekki nema 28°C hiti úti, en það á að kólna í vikunni og það á bara að vera "kalt" á miðvikudag og fimmtudag, já hitastigið á að fara alveg niður í 20-25°C, hugsið ykkur alveg skítkalt......eða þannig.

Þóra er að byrja í skólanum sínum í dag og fór hún í morgun í nýju skólafötunum sínum og með nýja skólatösku, alveg eins og allir hinir krakkarnir í Danmörku, ég fékk ekkert svoleiðis, ehem, jú ég fékk ný skólaföt, þ.e. kokkagalla, jakkinn er eins og gamaldags náttserkur og buxurnar eru eins og ég veit ekki hvað en þetta ætla ég að nota í vetur svo að ég verði eins og allir hinir í skólanum mínum. Annars getið þið skoðað heimasíðuna hjá skólanum, Dalums Tekniske skole.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili en ég vona að ég verði duglegur við að halda þessu við.........
Sjáumst

Engin ummæli: