Jæja, þá er það bara að vera duglegur...
Það hefur nú ýmislegt gerst á síðustu dögum, eða þannig..
Ég er loksins búinn að fá út úr fyrsta prófinu mínu, úrkoman er glæsileg að mér finnst, svona miðað við að ég vissi ekki af prófinu og ég er illtalandi á dönsku, en hvað um það -- 9 -- af 13 er ekki svo slæmt (3ji hæstur í bekknum). Það varð fýla í sumum þegar þeir komust að því að ég var hærri en þeir á prófinu en ég held að sumir af þessum krökkum sé bara ekki í þessu námi á sömu forsendum og ég. Ég er að reyna að vera eins metnaðarfullur og ég get þannig að svona er þetta nú..
Við Þóra fórum líka í REMA 1000 í dag til að versla og stóðumst bara ekki freystinguna á að kaupa okkur DVD-spilara. Þetta er fjölkerfa spilari frá UNITED sem er svona alltílagi merki, en mér finnst það bara nokkuð gott merki fyrir 496 d.kr. (x12 til að fá íslenskt verð).
Annars er bara gott að frétta af okkur, buðum Jóa og Rögnu og börnunum í mat í kveld, bara svona að ganni,alltaf gaman að fá þau í heimsókn, Ragna er víst byrjuð í gospel kór og ég er svona að athuga hvort að ég hafi áhuga á að kanna eitthvert síngerí líka, ég var búinn að finna einvhern kór á netinu sem að var að auglýsa eftir söngfuglum þannig að ég er svona að skoða þetta, ég hef náttúrulega alltaf haft mikinn áhuga á söng og hef farið í söngskóla og var í tveimur kórum í USA þegar ég var skiptinemi þar...
En talandi um USA...þá fékk ég hringingu frá Tékklandi en það var hann Tomas Sikora vinur minn sem að var líka skiptinemi úti í USA á sama tíma og ég, en hann sagðist hafa verið að horfa á einhverja mynd um Ísland og hugsað til mín og ákveðið að hafa samband. Við höfum alltaf haldið sambandi svona af og til síðan að leiðir skiptust en ekki svona mikið, ég heyri í honum nætum vikulega og það er alveg rosalega gaman. Hann er einhver BOSS hjá stálfyrirtæki í Tékklandi og er mikið á ferðinni og var að tala um að vera á leiðinni til DK á haustmánuðum, ég náttúrulega sagði að hann ætti að láta mig vita hvar og hvenær og ég mæti um leið......Það væri nú gaman að hitta kallinn, höfum ekki sést í 8 ár eða svo.
Alltíbless
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli