Jæja þá er best að blogga aðeins svona rétt fyrir háttinn...
...Það er nú ekki mikið að frétta héðan frá DK. Við erum búin að skrá okkur hjá íbúðarleigufélagi sem að leigir út íbúðir mikið ódýrara en við erum að borga hér í Skt. Hans gade. Við gætum fengið 4 herb. íbúð á sama pening og við erum að borga hér. Ég er á fullu að reyna að finna mér eitthvað að gera á kvöldin, annað en slíta sófanum fyrir framan imban, á meðan Þóra er að læra. Þetta fynnst mér kanski vera helsta vandamálið með skólann minn, það er ekki nóg að læra heima. Þetta gengur viða mikið út á það að vinna stutt verkefni í skólanum, í hópavinnu með einum eða fleiri. í kvöld uppgötvaði ég samt að ég gæti lært heima í kalkulation (ekki mest spennandi) og fannst mér það alveg frábært því að ég hafði eitthvað að læra. Annars aftur að áhugamálunum sem ég er að reyna að finna. Ég er búinn að biðja Þóru um gítar og kennslu í jólagjöf, mér hefur lengi langað að læra svona frístundargítar, þið vitið, skátasöngvana, útilegudjammið...Svo er það náttúrulega líka að syngja í kór...og líka að létta sig (ekki kanski áhugamál heldur meira nauðsyn).
Allavegana, það styttist í haustfríið og ætlum við Þóra að skella okkur til Noregs (Geilo, borið fram jeiló) þar sem að Erna vinkona hennar Þóru býr og vinnur, aldrei að vita nema að maður kíki í eldhúsið á hótelunum og kanni statusinn á samning(held samt ekki) hehehe. Við erum búin að fá bílaleigubíl í viku og ætlum að nýta okkur alla kílómetrana sem að við fáum frítt (það er semsé "free milage"). Ætlum líka kanski að kíkja í verslunarferð til Þýskalands, okkur vantar svona kveflyf sem eiga víst að vera rosa góð (segir Þóra).
Annars talandi um samninga á veitingastöðum, þá fann ég loksins veitingastaðinn sem ég hef leitað að síðan ég fann hann á netinu, þetta er veitingastaðurinn Restaurant Klitgaard og mér finnst hann spennandi, sér í lagi vegna þess að eigandinn er ekki nema 28 ára og búinn að vinna á flottustu veitingastöðunum í London og París. Mucho Trendi!! Það er nákvæmlega það sem maður á að gera þegar maður er að læra til kokks, maður á að ferðast og kynnast mismunandi kúltúr svo að maður verði ekki bara venjulegur kokkur, maður á að vera eftirsóttur fyrir snilli sína (ég stefni á að kokka í pylsuvagninum, allt umfram það er frábært hehe).
Jæja ætli þetta sé ekki komið gott í bili...eins og hún Ann í Weakest link á BBC segir alltaf
::.::GOOD BYE::.::
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli