Jæja, þá er það loksins orðið opinbert...
...ég get ekki leynt þessu lengur...
...ég á vinkonu hér í Danmörku og við erum nokkuð náin, núna í fyrradag þá kom hún í heimsókn og við fórum út á lífið, í dag ætlaði ég að hitta hana en þá snéri hún bara upp á sig og strunsaði inn í herbergið sitt, ég náði samt að mynda þetta og þið getið skoðað það hér.
Ég er nú samt að bulla í ykkur....ég er auðvitað að tala um hana Margréti Dana Drottningu, skipið hennar er næstum því næsta hús við okkur þannig að við skelltum okkur niður á höfn og náðum að berja hana augum, það er nú ekki slæmt að vera búinn að búa hér í Odense í nokkra mánuði og fá svona heimsókn bara næstum því strax...
Annars er lítið að frétta, jú... ég er loksins búinn að finna búð sem selur almennileg föt á svona hávaxna menn eins og mig...(ég er víst hávaxinn. Þegar ég ligg á bakinu þá næ ég langt upp í loft). Ég fór í búðarráp í dag og fann á mig buxur, og svo var brunað í sveitina til að hitta á hana Rögnu "mömmu" til að biðja hana um að stytta fyrir mig (svona er að vera í skrítnum stærðarhlutföllum), sem hún jú gerði fyrir strákinn sinn (sko þann eldri, mig).
Þannig er nú það...
Takk og bless
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli