Jæja þá...
Þá er komið að því að segja hvað hefur drifið á mína daga undanfarið....
Það er nú svosem ekki mikið, á fimmtudaginn þá kom hann Pálmi frændi minn í heimsókn í smá stund, gisti eina nótt og fór svo til Köben til þess að hitta hana Siggu sína, þau ætluðu svo að djamma þar í boði LÍN eða starfsmannafélagsins.....eða eitthvað svoleiðis...það var voða gaman að fá einhvern úr familíunni í heimsókn...
Við fengum líka pakka frá íslandi á fimmtudagskvöldið, Cocoa Puffs og Nóa konfekt, svo fékk Þóra einhverjar námsbækur sem eiga að auðvelda henni námið hér úti.....
Hann Bjarnþór frændi minn sendi mér líka þrjá diska með hljósveitinni MUSE sem er að tröllríða heiminum í dag, halda tónleika á Íslandi þann 10. des....eftir að hafa hlustað á nýjustu afurð hljómsveitarinnar þá hefði maður ekkert á móti því að kíkja á tónleika með þeim, því að þeir eru að spila svona rokk sem að ég nenni að hlusta á.
Ég bakaði líka Gulrótarköku á fimmtudaginn sem var nokkuð góð, ég hef aldrei bakað svona köku áður og hún heppnaðist líka svona vel....
Nú á föstudagskvöldið þá fór ég á fund hjá Þorrablótsnefnd Íslendingafélagsins í Odense, það var mjög fínt, mikið skrafað og gert mikið grín og gaman, eftir fund fór hluti af nefndinni á Cuckoo's nest til að fá sér öl og kakó. Mér finnst nú alltaf gott að koma þar inn til að fá sér öl eða snarl...
Þar hitti ég náttúrulega Sigurrós, sem að færði mér pakka, góðan pakka, hún hafði náð að gera öryggisafrit af Tim Christensen sem er náttúrulega bara snillingur og plata hans Honeyburst er tærasta meistaraverk, sem hægt er að hlusta á aftur og aftur...
...og aftur
Á laugardaginn þá fórum við Þóra í leiðangur niður í bæ, ætluðum að reyna að finna einhvern dúk á borðstofuborðið okkar, en það var ekki til nógu LÍTILL þannig að við fundum ekkert í þeim dúr, en ég náði að kaupa mér tvo síðerma boli í Magasín sem er fágerður hlutur því að oftast þá nenni ég ekki að skoða á mig föt sem eru á útsölu, því að ég finn aldrei neitt á mig...
Við fengum okkur svo að borða (hádegismat) á FranckA sem er svona kaffihúsapöbbveitingastaður hér í bæ, og var maturinn nokkuð´góður...
Svo er bara kominn Sunnudagur í dag og ég er búinn að baka Kanelköku og tvær kryddkökur, það mætti halda að ég væri að læra bakarann en þetta er orðið bara svo gaman að ég er farinn að baka ca. eina köku á viku, og í þessarri viku, þrjár....GAMAN GAMAN...
ingvar vinur minn hringdi líka í mig í dag og það var nú sérdeilis fínt að heyra í honum hljóðið, hann og Íris eru að koma eftir rúma viku þannig að þá verður kátt á hjalla, alltaf gaman að hitta þau....
En núna er ég með kjúkling í ofninum og ég þarf að fara að huga að honum.....
Góðar stundir...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli