Veðrið
Veðrið er alltaf vettvangur góðra samtala....t.d. veðrið er gott, það er nú gott...en ég nenni samt ekki að fara að skrifa um veðrið núna...
Ég er sammála flestum bloggurum sem að ég hef verið að lesa undanfarið, það er örugglega einhver Bloggletivírus í gangi því að það virðast margir bloggarar þjást af þessum vírus nú á dögum...Ég, til dæmis, hef ekkert nennt að skrifa síðan 10. nóv. sem að mér fynnst nokkuð slæmt...
Það er nú samt eitthvað lítið að gerast hjá okkur þessa dagana...en seinasta helgi var sélega félagsleg...
Þóra fór á jólaglögg/hlaðborð með bekknum sínum og það var náttúrulega húrrandi skemmtun, ég fór aftur á móti á kóræfingu, já, kóræfingu hjá Karlakórnum Rasskinnar sem eru íslenskir karlar sem að búa á Rasmus Rask kollegienui, jú og svo ég. Núna er verið að æfa fyrir Þorrablót Íslendingafélagsins sem verður haldið í lok febrúar á næsta ári. Þetta var hörku æfing, og svo var kíkt á pöbbinn og fengið sér einn eða nokkra öllara....mikið gaman, mikið fjör..
Þannig að núna held ég að öll föstudagskvöld séu upptekin hjá mér annaðhvort í Þorrablótsnefnd eða á kóræfingu, en það á eftir að koma bara í ljós...
Jæja, ég hef voða lítið að segja frá í bili, jú.....það er nákvæmlega mánuður í að ég fer heim í jólafrí..
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli