miðvikudagur, desember 03, 2003

Bjór og jól

Ef að það eru einhverjir þarna úti sem að halda að Bandaríkjamenn og Íslendingar séu öfgamestir í jólaundirbúningi þá ættu þeir að kíkja á Danina....ég meina, þeir eru farnir að selja jólatré og þeir sem að eru búnir að kaupa eru búnir að skreyta þau líka, þarna sitja jólatréin úti á svölum og eru með seríu og öllum herlegheitunum. Kommon pípol....það er nú bara 3. desember, leyfiði allavegana mánuðinum að hálfna áður en að þið farið út í eitthvað svona bull...

Annars var ég að koma heim úr skólanum, já enn einn erfiður dagur í skólanum, frá klukkan 12.20 til 13.55. Þetta er erfitt líf...Já en það sem að ég ætlaði að segja var að ég var í Madkultur og það var fyrirlestur um Sögu bjórsins, frekar stutt saga að mér fannst en það var allt í lagi því að krakkarnir buðu upp á veitingar.....4 mismunandi tegundir af bjór og ég fékk alltaf mest því að einn strákurinn var alveg á því að ég hafði aldrey smakkað svona drykk áður (allt í lagi mín vegna, ég fékk alltaf mest ,hehe). Ég er búinn að komast að því að mér finnst bjór mjög góður, og núna er ég að skoða á netinu hvernig ég get komið bjórnum inn í hefðbundnar uppskriftir, en það er svolítið erfitt þar sem að bjór og svo léttvín er allt öðruvísi í meðhöndlun og svo að ég tali nú ekki um bragðið. En það er hægt að fá bjór sem er með miklu berjabragði (get nú smat ekki ímyndað mér að það smakkist vel) þannig að nú þarf maður bara að koma sér í fílinginn og prufa sig áfram.

Núna er jólavertíðin í gangi hjá bjórframleiðendum, flestir íslendingar þekkja Tuborg jólabjórinn en færri vita það að Carlsberg er með tvo jólabjóra í gangi Albani brugghúsið hér í Odense er líka með tvo jólabjóra í gangi, Harboe er með jólabjór og Royal er líka með jólabjór, líka Faxe og svo eru nokkrir innfluttir bjórar á boðstólnum líka......

Ég er orðinn ansi hrifinn af Albani Blå lys sem er dökkur jólabjór (7,0%) og þó að hann sé svona sterkur þá er hann samt mjög mildur á bragðið...ég á nú samt eftir að smakka betur Albani Rød lys (4,6%) en hann er ljósari og kanski líkari Tuborg jólabjórnum. Faxe á víst að vera með góðan jólabjór en hann fæst í eins lítra dósum út um allan bæ. Harboe er ekki með góðan bjór (stutt og laggott) og ekkert meir um hann að segja....

Jæja ég ætla að láta þetta gott heita í bili....munið bara að kíkja hér ef að þið eruð í vafa hvað á að gefa mér í jólagjöf (hehe)...

Góðar stundir...

Engin ummæli: