Sveitin
Jæja þá er fríið hálfnað og við Þóra ekki búin að nærri því öllu sem við þurfum að gera í þessu blessaða fríi.
Við náðum samt að skreppa í sveitina til Jóa og Rögnu til þess að borða góðan mat (sem ég eldaði náttúrulega), drekka bjór og spila spil (og tónlist). Þar hittum við Kiddó, Kristínu og börn og var kátt á hjalla. Þegar við vorum farin að geispa óvenju mikið þá skriðum við til rekkju og það var vaknað um kl. 9.30 og svo vorum við komin til byggða um kl. 15.00. Í gær gerðum við Jói gestahjólið okkar Þóru klárt og það er ekkert smá flott....eld,eld rautt DBS hjól með 4 gírum og körfu að framan....mjög lekkert...
Þegar við vorum komin heim í dag þá var ég orðinn eitthvað slappur og lagðist bara undir feld skjálfandi úr kulda en er allur að koma til núna, ég verð að vera hress þegar ég fer með umsóknir á veitingastaði á morgun, mig hlakkar ekki til. Ég verð nógu stressaður þegar ég fer í atvinnuleit á íslandi hvað þá í Danmörku á dönsku, jeg glæder mig ikke. En svona er þetta, maður verður að takast á við þetta og vera hugrakkur.......
Annars er ég klár með 6 umsóknir og er ég spenntastur yfir einum stað sem er staðsettur hér í Odense, eða réttara sagt í Fynske Landsby og heitir hann Sortebro Kro, og þykir yfirkokkurinn þar mjög góður og virtur, hann er einnig með annan stað hér í Odense og heitir hann Under Lindetræet og er hann í svo kölluðu H.C. Andersenhverfi og þykir mjög flottur, rómantískur og góður...svo eru nokkrir aðrir sem eru mjög fínir og einn er hér rétt fyrir utan Odense og er hann talinn af mörgum einn af flottustu veitingastöðunum í Danmörku, en þar er einmitt mjög erfitt að komast að. Eigandinn og yfirkokkurinn þar hefur meðal annars verði kokkur um borð í Dannebrog og er hann líka mjög virtur í þessum heimi....staðurinn er í Munkebo (um 10-20 mín frá miðbæ Odense) og heitir Munkebo Kro.
Ekki láta þetta Kro tal villa um fyrir ykkur, þetta eru ekki neinar sveitakrár eins í UK, heldur eru þetta fyrsta klassa veitingastaðir sem gott væri að komast að....
Þannig að allir að vona það besta og gefa mér jákvæðar hugsanir á morgun (20. feb. 2004)...
Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða hvað er í boði í veitingahúsaflórunni hér í Odense geta skoðað þetta úrval.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli