Ekki í þetta skiptið...
Jæja, ég var að tala við hann Patrik hjá Falsled Kro, og hann var búinn að ráða í stöðuna, þannig að ekki gekk það í þetta skiptið.
Þetta er þá neitun númer tvö sem ég hef fengið en ég sótti um á 7 stöðum. Fimm eftir, vonandi gengur eitthvað af því eftir.
Annars er það að frétta að það er ekkert að frétta. Við erum bara í skólanum og það gengur svona upp og niður.
Ég var allan laugardaginn "busy doing nothing" af því að ég sá um ostabakka sem að enginn keypti þannig að ég var klár með allt klukkan 10.30 um morguninn og svo svona um kl. 1300 þá ákvað ég bara að fara að ganga frá því að það hafði ekkert gerst hjá mér allan tímann, jú ég hafði svosem borðað 1/4 af svona stórum Brie osti en ekkert annað....svona er þetta.
Allavegana, þangað til næst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli