Enn einn staðurinn...
Ekki það að ég sé að kvarta eða neitt, en það að sækja um vinnu er hundleiðinlegt...
Í dag fékk ég "tips" frá kokkakennaranum mínum um að það væri möguleiki fyrir mig að sækja um á veitingastað í Middelfart sem að er seinasti bærinn á Fjóni áður en maður fer á Jótland. Staðurinn heitir Hindsgavl Slot og er svona ráðstefnu hótel/staður sem er við sjóinn og lítur bara vel út, svona miðað við myndir. Ég á að tala við hana Pauline sem er víst souschéf þarna og hress kona eftir því sem að hann Per (kennarinn minn) segir.
Annars var þetta svolítið fyndið hvernig hann "tipsaði" mig, ég var í prófi í morgun (gekk vel) og þegar ég skilaði því þá heilsaði hann mér og þakkaði kærlega fyrir og inni í lófanum var lítill miði sem á stóð að ég ætti að senda umsókn á þennan stað, svo komu frímínútur og þá dró hann mig afsíðis og sagðist þurfa að tala við mig svona "prívat", allir hinir úr bekknum voru náttúrulega svaka forvitnir, en þá var hann bara að ítreka miðann og sagði við mig að "hold det til mig selv", sem jú að ég gerði.....og er náttúrulega ekki að gera núna, en þetta er í lagi því að þið þekkið engann úr bekknum mínum....hehe...
Annars lítið að frétta, eldaði kindabjúgu á þriðjudaginn (Mmmmmmm), þau voru ógeðslega góð. Jú svo komu Berglind (bestasta vinkona mín) og Binni kallinn hennar í stutta heimsókn á Þriðjudaginn líka, þau voru á leiðinni til Aarhus og Randers og þangað...eitthvað að heimsækja vini þar...en það var mjög gaman að hitta þau...alltaf gaman að fá gesti.
Svo náttúrulega íbúðamálin okkar, við vorum að fá í pósti svaða flott umslag frá fyrirtækinu sem að við leigðum hjá....hmmmmm hvað ætli þetta sé????
Jújú reikningur upp á tæplega 5000 d.kr. og útlistun á því sem við værum rukkuð fyrir. Þeir eru víst búnir að pússa alla íbúðina upp því að það var víst vitlaus málning á henni, svo voru einhverjar skemmdir í parketi og á flísum og svona er lengi hægt að telja upp, en þeir sem að hafa fengið að heyra um þetta mál vita það að þetta kemur hvergi fram á þessarri skýrslu sem að þeir gerðu þegar þeir komu og skoðuð íbúðina.....þetta er eitthvað loðið, en þetta fór strax í skapið á okkur Þóru og við fórum í sitthvora fíluna út í fyrirtækið í sitthvoru horninu, því að annars hefðum við látið þetta bitna á hvort öðrum, sem er ekki rétt.....!!
Jæja, ætli tíminn leiði það ekki bara í ljós hvað gerist, en ég ætla allavegana ekki að hlaupa til og fara að borga þennan pening........helv......hálfvitar......andsk.....djö.....
...sorrí tapaði mér smá...
allavegana, þangað til næst...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli