Ennþá meira blogg....
Mér misfórst að segja það að ég var rosalega duglegur á sunnudaginn, þegar ég loksins vaknaði, en þá fór ég í það að prufa nýju hellurnar. Jújú, ég skellti í flatkökur og gekk það svona lala....þær urðu náttúrulega ekki eins og hjá henni ömmu, en þær lukkuðust sæmilega, ég held allavegana að þeir sem fá að njóta góðs af þeim séu ekkert svakalega ósáttir....
Meira af sunnudeginum...þá fórum við í kaffi til Ingva og Sigurrósar, sem svo fluttist yfir til Gumma og Bryndísar, þar sem að þau skötuhjú höfðu bakað þessar dýrindis vöfflur.
Ég eldaði svo kvöldmat handa Þóru og Jóa Le, en hann var að smakka ferskan túnfisk í fyrsta skipti og held ég að honum hafi bara líkað mjög vel.....
...það var nú bara þetta sem að mig langaði að segja við ykkur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli