fimmtudagur, apríl 08, 2004

Skemmtilegt komment...

Já hún Erna er ekki að liggja á sínum skoðunum...þannig að ég ætla að verða við bón hennar og blogga smá.

Undanfarna daga hefur verið mikið labbað og mikið skoðað í verslanir hér í Odense. Í gær voru svo búðirnar í Flensburg í Þýskalandi skoðaðar og svo var verslað í páskamatinn.

Akkúrat núna þá eru stelpurnar að vaska upp eftir að ég eldaði dýrindis mat...Nýsjálenskt lambafilet með kryddhjúp og tilheyrandi...á morgun verður svo kjúklingasamloka og svo er ekki vitað hvað verður á laugardag en á páskadag (sunnudag) þá ætla ég að elda hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi.........Mmmmmmmmmm

Annars er lítið að frétta af okkur...við erum bara í páskafríi og reynum að njóta lífsins....og það gengur nokkuð vel. Við höfum haft bíl undanfarið og erum við að notfæra okkur þau forréttindi og erum að reyna að keyra eins og vitleisingar út um allt.

Annars er ekki von á að ég bloggi mikið í bráð, þar sem að ég ætla að reyna að sinna gestum....

Allavegana, þangað til næst....

Engin ummæli: