miðvikudagur, maí 05, 2004

Heilsu-uppskriftin...

Jújú, eru ekki allir að reyna að ná sér í form fyrir sumarið??

Ef ekki þá bætið þið bara einhverju óhollu út í þetta...


Sumarfiskur...

Fiskur í stórum bitum
Hvítlaukur fínt hakkaður eða pressaður
Tómatar í sneiðum
Laukur (mér finnst rauðlaukur bestur)
Basilikum, steinselja eða einhver önnur fersk kryddjurt
Paprika í bitum
Salt og pipar
Það er lika hægt að krydda með einhverju ítölskum kryddum


Smyrjið eldfast mót og leggið fiskinn í. Bætið svo öllu hinu ofaná og bakið í ofni við 230°C þangað til fiskurinn er orðinn hvítur og laus í sér.

Borið fram með salati eða hrísgrjónum og góðu brauði (eins og t.d. nanbrauði eða ciabatta)

Bon apetit...

Engin ummæli: