Maður er rekinn áfram eins og illa laminn hundur...
Hún Sros var að benda mér á það að ég hafi víst verið að gera eitthvað um seinustu helgi...og það er nú rétt...
Við Þóra fórum í nýbakaða köku og kók til Sigurrósar og strákanna hennar og sátum úti á svölum í steikjanidi hita og glampandi sól...fylgdumst með fötunum þeirra Freyju og Gumma þar sem að líkamarnir voru eitthvða slappir frá kveldinu áður, hittum samt á þau og ákváðum að hittast í kolonigarðinum þeirra og grilla og hafa gaman....
Jú svo fórum við Ingvi í smá golfæfingu niður á grasi hérna við kollegi-ið, ég náttúrulega skaut lengst.....í fyrsta skoti....en svo ekki meir...hehehehe. Þetta var þræl gaman og ég á nú örugglega eftir að plata hann aftur út að leika...
Nú í gær þá fór ég í prufutíma á Mona Rosa og mér fannst nú bara ganga helv..vel ef ég mætti segja sjálfur frá...það eru allskonar snillingar að vinna þarna, einn var að kenna mér hvaða grænmeti væri hvað og einn kenndi mér að nota hníf og tók það skýrt fram að maður ætti ekki að skera í puttana á sér...þegar það kom svo álag á kauða þá reif hann hnífinn úr hendinni minni þar sem að ég var að hakk kál (honum hefur fundist þetta ekki ganga nógu hratt) og hann skar tvisvar í kálið og einusinni í puttann á sér...hehehehehehehe, ég var ekkert að benda honum á spekina sem að hann hafði sagt mér fyrr um daginn....hehehehehhehehehe
Í dag fór ég ekki í skólann vegna þess að ég er með hausverk og einhvern skít í hálsinum...ég verð samt að mæta á morgun því að þá eigum við að skil inn vörulistanum fyrir lokaverkefnið okkar, sem er opnun á veitingastað þann 3. júní....
Já, ég held að þetta sé bara komið nóg.....þangað til næst...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli