föstudagur, júní 04, 2004

Þá er þetta loksins búið...

Já, þá er ég búinn að prufa að vera yfirkokkur á veitingastað hér í danmörku. Við vorum að klára lokaverkefnið okkar í gær og var það opnun á veitingastað...

Jamms, þetta var bara þrælgaman. 40 gestir og fullt af góðum mat og fullt að gera...

Þetta var líklegast lengsti skóladagur sem að ég hef upplifað, ég var mættur í eldhúsið kl. 10 og var ekki komin heim fyrr en kl. 23.30...mjög þreyttur, og svo svaf ég yfir mig í morgun (í fyrsta skiptið ever held ég).

En ég er samt sáttur við þetta allt saman. Við vorum að elda fyrir fjölskyldu og vini og ég bauð nokkrum góðum vinum til að koma og taka þetta allt saman út...Freyja, Gummi og Ársól, Sigurrós, Ingvi og Nökkvi...og svo náttúrulega hún Þóra mín komu til þess að upplifa "Gastronómíska" upplifun á heimsmælikvarða (eða eitthvað)... og ég held að þau hafi bara skemmt sér nokkuð vel...Ársól missti tönn í forréttinn, kanski að súpan hafi verið svolítið hörð undir tönn, en hvað um það...svo fengu krakkarnir nýreiktar pylsur og svo rosaleg mikið af ís og ávöxtum í eftirrétt. Fullorðnafólkið fékk sér, laks og fisk og skeldýrasalat í forrétt, Nautalundir, svínalundir eða lambafilet í aðalrétt og svo til að toppa þetta allt af þá var endað á RabbarbaraTrifli, Fljótandi súkkulaðiköku og ís í eftirrétt. Mmmmmmmmmmmmmmm.

Annars er lítið að frétta, ég sit bara hérna í skólanum og er að bíða eftir að tíminn líði, ég á að vera að gera PowerPoint kynningu en ég er löngu búinn með hana þannig að ég og Rasmus situjum við sitthvora tölvuna og erum að skoða Whisky og spjalla um það náttúrulega og viti menn, ég er búinn að finna whiský sem að ég á alveg eftir að prufa, það heitir MACKMYRA og er sænskt...og það lítur bara helv... vel út.

Svo ætlar bekkurinn að fara og fá sér öllara á eftir því að við fengum svo mikið af drikkjarpeningum í tips í gær...en ég verð að vera rólegur í drykkjunni því að ég er að fara og hitta Jan sem er yfirkokkur á Restaurant Skoven, um hugsanlegan samning...nú verða allir bara að krossa fingurnar og vona það besta fyrir mig....

Hejhej

Engin ummæli: