Forsetakostningar á Íslandi...
Það er þá orðið ljóst að Íslenska þjóðin hefur valið Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta lýðveldisins í 4 ár í viðbót.
Ekki það að þjóðin hafi verið hrifin af frambjóðendum því að það voru meira en 20.000 seðlar sem voru óútfylltir en það sem að mér finnst merkilegast í þessu öllu saman er að Magga drottning og Frikki krónprins fengu atkvæði líka. Þetta fann ég á mbl.is:
"Þegar atkvæði voru flokkuð og talin í forsetakosningunum í Reykjavíkurkjördæmi norður kom í ljós að nokkrir kjósendur vildu greiða öðrum atkvæði sitt en í framboði voru.
Þannig fengu bæði Margrét Þórhildur Danadrottning og atkvæði og Friðrik Danaprins. Einnig greiddu tveir Dorritt Mousaieff atkvæði og maður sem ber taugar til Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) gaf því atkvæði sitt."
Ég segi bara eins og Sigmundur Ernir forðum, þetta er Ísland í dag...
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli