Og svo tvisvar í dag...
Já, ég er búinn í atvinnuviðtalinu (þ.e. viðtali númer 2) og viti menn, ég er kominn með loforð um samning, ég fer í næstu viku til þess að skrifa undir og byrja þann 26. júlí kl. 10.00 JEIIIIII
Eins og ég hef sagt áður þá heitir staðurinn Restaurant Skoven og er hér í Fruens Bøge í fallegu umhverfi og ekkert rosalega langt frá skólanum mínum og þar af leiðandi ekkert langt frá heimilinu heldur.
Ég er mjög spenntur yfir þessu öllu saman vegna þess að það eru miklar breytingar í gangi á næstu mánuðum á þessum stað og þetta er í rauninni eins og að starta á nýjum veitingastað, mjög spennandi...
En núna er ég hættur að blogga...allavegana í dag...hehe
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli