Kominn tími til að ég útskýri hlutina...
Já sko eins og hefur komið fram hér á undan þá er ég óformlega búinn að missa vinnuna, það á sko eftir að gera þetta formlega. Hr. Palle Skov Jensen sem er eigandinn af Frank A, Jensen Böfhus, Jensen Food og Restaurant Skoven hefur semsé ákveðið að breyta Restaurant Skoven í Jensen Böfhus og í aðalskrifstofur Jensen keðjunnar. Þetta kom frekar flatt upp á alla því að við vorum bara boðuð á starfsmannafund og voila....búið að loka (svon næstum því). Seinasti dagurinn minn í vinnunni er þann 27. nóvember en þá verður Julefrokost og djamm (einhver verður að drekka allt þetta vín). Þannig er nú það. Ég er semsé kominn á byrjunarreit í þessu slönguspili og er því að leita mér að nýjum samning eða einhverju öðru að gera.
Af öðru þá var ég í 20 mínútna blaðaviðtali um daginn og í dag birtist viðtalið við mig í Fyens Stiftstidende. Þetta varðaði fyrrum leigusala okkar en það er semsé komið í ljós að við vorum heppin hvað við fengum LÁGAN reikning því að það var par sem bjó þarna í 2 mánuði og fékk 37000 króna reikning í hausinn þegar það var búið að lofa þeim 10000 til baka (og ég er að sjálfsögðu að tala í dönskum krónum). Þetta er að verða svaka mál og bara í seinustu viku þá komu á borð leigusamtakana sem að við Þóra erum félagar í 8 klögunarmál á hendur þessa dusilmennis. Þannig að þetta er allt í réttum farvegi þó svo að við séum búin að ljúka okkar máli þá er það um að gera að styðja við bakið á þeim sem að eru rétt að byrja í baráttunni, ég ætla bara að vona að þau Davíð og Bryndís sem að búa þarna gangi í þessi leigusamtök áður heldur en þau ákveða að segja íbúðinni upp...
Lesið greinirnar hér.
Annars er eitthvað lítið að frétta af okku. Við fórum á húllerí um helgina og það var gaman. Var í fríi á föstudag og laugardag en þurfti að vinna í gær og því mætti þunnur íslendingur í vinnuna en það var allt í lagi því að ég var búinn að láta vita hvernig heilsan yrði. Við vorum að segja bless við þau Önnu Fríðu og Kristján en þau eru að flytja um mánaðarmótin til íslands, Kristján eftir 13 ár og Anna eftir 8 ár...langur tími það. En við eigum eftir að sakna þeirra mikið.
En allavegana, tölvan er að verða batteríslaus og ég ætla að hætta í bili....
Þangað til næst...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli