Uppskrift...
Já ég ákvað að henda hérna inn einni ísuppskrift, bara svona að ganni..
JARÐABERJA-PIPAR SORBET
500g. Frosin jarðaber
160g. Hrásykur
1/4 Sítróna
Pipar úr kvörn
Setjið ber og sykur í skál, sem þolir hita, og setjið plastfilmu yfir .
Hitið skálina yfir vatnsbaði í 25-30 mín. eða þangað til safinn er farinn að koma vel útúr berjunum og sykurinn er uppleystur.
Blandið berin í mixer og sigtið í gegnum fínt sigti.
Smakkið til með sítrónusafa og pipar (munið að piparbragðið á bara að vera svona í undirtóninum þannig að farið varlega með magnið)
Frystið í ísvél eða bara í plastboxi í frysti.
Ég vona að þetta sé eitthvað sem að þið munið prufa í framtíðinni....
Ísinn er gott að bera fram með svona léttum eftirréttum eins og t.d. réttum sem að innihalda mikið magn af kókos, ég gæti ímyndað mér að hann yrði góðut með kókostertu og þess háttar...
Bon appetit..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli