Og það gengur frekar hægt.
En ég er skráður á fjórar vikar-miðlanir, sem sé miðlanir sem að sérhæfa sig í lausamennsku eða afleysingavinnu.
Fór líka á einn veitingastað í dag en ég aulinn sá ekki að hann er lokaður á mánudögum, var orðinn frekar hissa á að staðurinn átti að opna kl. 16 og kl. 14.30 var enginn kominn til þess að undirbúa kvöldið. Ágúst ekki alveg að skilja. En allavegana þá er þetta rosa kósí staður með aðeins 45 sæti og lítinn sal til þess að taka á móti hópum og svona..ég er nú bara að halda öllu opnu þessa dagana.
Ég er líka í klípu því að á þriðjudögum kl 18 þá á ég að vera í gítartima en drengirnir vinir mínir hér á Raskinu er búnir að spyrja mig hvort að ég hafi ekki áhuga á að koma á fótboltaæfingar á sama tíma og mig langar það svolítið líka, en samt meira að læra á gítarinn....hvað á maður að gera?
En svona er þetta þessa dagana hjá mér....alltaf að leita!
Þangað til næst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli