miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Eurovision

Mig langar aðeins til að tala um þetta blessaða íslenska val á Eurovisionförum þetta árið. SKO. Ekki það að hún Selma Björnsdóttir eigi eftir að ganga ágætlega þarna úti, er samt ekki óþarfi að senda alltaf sama fólkið? Það er sko alveg nóg af tónlistarfólki til á Íslandi. Þetta er eins og þegar Eitt lag enn varð í 4 sæti (held ég). Árið eftir gekk ekkert og þá ákvað þjóðin að senda Siggu Beinu aftur út af því að henni gekk svo vel. Mér finnst þetta vera það sama með Selmu. Hún lenti í 2. sæti og því ætti það ekki að klikka að senda hana aftur. Mér finnst þetta vera heimskt, ég er alveg viss um að Selma á eftir að floppa í annari hvorri keppninni. Að sjálfsögðu væri ég nú ekki alvöru íslendingur ef að ég sæti ekki límdur við skjáinn þegar þessi keppni verður en það þýðir samt ekki að ég sé sáttur við þessa framgöngu í valinu á Eurovisionfara OKKAR íslendinga.

Ó og það er komin ný uppskrift hér.

Engin ummæli: