sunnudagur, mars 06, 2005

Best að blogga aðeins...

Já það hefur ekki mikið gerst á undanförnum dögum. Ég hef reyndar fengið vinnu í einn dag, fimmtudag. Fyrirtækið heitir Meneta og framleiðir meðal annars bremsuborða fyrir bíla og önnur farartæki. Það var fínt að komast einhversstaðar að. Ég er að vona að ég fái símhringingu á morgun um annað tækifæri til þess að koma að vinna einhversstaðar. Þannig virkar þetta vikar dæmi, maður er vakinn upp af værum svefni og sendur í vinnu hér og þar. Það er sko allt í lagi mín vegna.

Annars er voða lítið að frétta, við vorum í þýskalandi á föstudaginn með Axel og Ólöfu og fengum að upplifa það að vera stopp á hraðbrautinni vegna vélabilunar í eðalvagninum. Á laugardaginn þá fórum við í afmælisveislu hjá Ólöfu og Guðrúnu. Ég bakaði köku handa henni Ólöfu, súkkulaðiköku með bleiku kremi....svolítið stelpulekt. Í dag hefur Þóra verið svaka dugleg að ryksuga og skúra, ég lagaði stíflu í klósettvaskinum og bakaði skonsur. Mmmmmmm, langaði alltí einu í skonsur og bakaði þær. Minna mál en ég hélt.

Á morgun er komin ný vika og ný verkefni, vonandi. Annað kvöld er okkur boðið í afmælismat hjá Ólöfu (22 ára) og á þá að grilla nautakjöt sem verlsað var í Citti í Flensburg.

Við heyrumst síðar.

Engin ummæli: