Ok. Þá er það að reyna aftur.
Það sem að ég var búinn að reyna að skrifa hérna áður en að allt datt út var að ég var búinn að fá vinnu í þrjá daga. Var að vinna hjá ISS Damange Control, en þetta er hópur fólks sem að fer á staðinn til þess að þrífa og riðja út eftir bruna eða vatnsskaða. Þetta verkefni sem að ég var fenginn í var að þrífa hús eftir lítinn bruna. Það er ótrúlegt hvað það kemur mikið sót af einum svona litlum bruna. Þetta var sko fín vinna. Í gær (föstudag) þá fór ég á skrifstofuna til þess að afhenda tímaseðilinn minn (svo að ég fái peninga) og þá var mér boðin vinna á öðrum stað í alla næstu viku, þannig að það er eitthvað farið að glæðast hjá okkur Þóru.
Ég var náttúrulega búinn að skrifa mikið, mikið meira en svona er þetta.. Maður getur ekki munað allt.
Svo eru að koma páskar og þá koma mamma og amma. Það verður gaman, og margt brallað og mallað. Þær koma á sunnudaginn eftir viku og verða í viku. Alltaf gaman að fá góða gesti.
Já ég held að ég láti þetta duga í bili...bara svona að leyfa fólki að fylgjast með.
JÚ! það er eitt í viðbót....Til hamingju til Steina, kallinn er búinn að fá vinnu sem framleiðslustjóri. TIL HAMINGJU MEÐ VINNUNA STEINI.
Ciao.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli