þriðjudagur, mars 29, 2005

Eftir páska...

Já núna er formlega "eftir páska". 1°C úti og sól. Ég ætti að vera að vinna núna, en ég sagði það að ég léti ekki bjóða mér að vera úti í drullupolli (eins og fyrir páska, þegar ég varð blautur, kaldur og veikur) og spúla tréflísar. Ég fékk nefnilega hringingu fyrir páska og var meldaður í vinnu hjá Prodex í Nörre Broby til þess að vinna á lyftara. Ég sagðist vilja mæta EF að ég þyrfti ekki að standa úti og spúla flísar, vinna sem að ekki er hægt að gera nema bara HÆGT. Hún sagði að þetta væri lyftara vinna og ég sagði OK. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir að skrifstofan opni svo að ég geti látið þau vita hvað ég er ósáttur við að hafa verið plataður. Ekki sáttur! Ég ætla samt að nýta daginn og kíkja á kommununa og tala við þá í sambandi við hvernig maður á að snúa sér í svona atvinnuleysismálum, þegar manni er sagt upp.

Annars er ekki mikið að gerast. Hitinn virðist stíga og það á víst að vera sól alla vikuna hjá okkur. Það kemur bráðum vor, vona ég allavegana.

HEY...um leið og ég er að skrifa þetta þá eru fréttir og þar kemur fram að Odense Kommunan er búin að samþykkja það að Vollsmose er GHETTO....loksins, það á víst að fara að hreinsa eitthvað til þar, laga hús og svona...

Annað er ekki að frétta. Við heyrumst síðar.

p.s. hef ekki verið duglegur að setja inn uppskriftir en bæti úr því núna með grænmetisrétti.

Engin ummæli: