Fékk góðar fréttir um daginn.....ekkert í sambandi við vinnu eða svoleiðis, bara svona típískar góðar fréttir...
Af mér er það að frétta að ég er að vega og meta lífið mitt þessa dagana, hef oft fengið einfaldari verkefni en það og því hef ég verið uppstökkur undanfarið. Vinnan er kanski ekki að einfalda hlutina, alltaf erfitt að vinna á stað þar sem enginn vinnumórall er...ekki einusinni boðið góðan daginn. Allavegana, þá eru þetta erfiðir tímar fyrir mig þar sem að ég verð eiginlega að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór....það er kominn tími til. Vil ég þrjóskast við og vera á kokkavöktum til sextugs eða vil ég finna mér nám sem að fer betur með mig í ellinni.
Komst einnig að því um daginn að við Þóra eigum von á gestum í sumar...alls 10 stykkjum í einni kippu. Jú það eru þær Lilja og Jóhanna móðursystur ("stórusystur")mínar sem eru að koma með menn og börn. Er nú búinn að hanna prógram fyrir allan hópinn....kaupa kolonigarð, skella köllunum þangað, skella börnunum í sund eða í dýragarðinn og kellunum í búðir....hvernig líst ykkur á planið....?
læt þetta duga í bili......ég ætla að fara að huxa meira............
bæíbili
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli