fimmtudagur, júní 09, 2005

Nóg að gerast á þessu heimili...

Jamms, Ágúst er búinn að vera á fullu undanfarið. Það þarf einhver að huxa um heimilið á meðan frúin er í prófum.

Ég fór í minn seinasta gítartíma á þriðjudaginn, John gítarkennari hann vildi endilega fá mig aftur því að hann er viss um að ég geti orðið góður gítarleikari. Skoða það við tækifæri.

Fékk skemmtilegt e-mail um daginn líka. Það var hún Birna, stórasystir hans Einars Guðbergs. Hún var að þakka mér fyrir uppskriftirnar á hinni síðunni minni. Þakka þér fyrir að skoða síðuna Birna mín og þér er velkomið að senda mér meil ef að þig vantar uppskrift af einhverju....

Ég hef í raun ekki mikið meira að segja...á viku eftir í vinnu og svo sumarfrí. Gaman það.

Jú...til lukku Sigurrós að fara að sjá SNILLINGANA á sviði í London......veiii það.

Engin ummæli: