sunnudagur, september 14, 2003

Jæja þá er helgin búin...

Ég gerði ekkert af mér á föstudaginn, en á Laugardaginn þá buðu Ragna og Jói okkur í mat í sveitina, kjúklingur að borða og svo fullt af bjór og smá viskí.

Kristín og Kiddó voru þarna líka og gistu meira að segja í sveitinni en við Þóra fórum nú bara heim...Jói var svo góður að hann lánaði okkur bílinn sinn heim og svo fórum við í bakaríið í dag og skutluðumst í sveitina til að skila bílnum. við erum reyndar alltaf að komast betur og betur að því hvað það er gott að vera með bíl en við ætlum að reyna að vera skynsöm og bíða með svona ákvarðanir þangað til síðar.

Ég hef svosem ekki mikið meira um þetta að segja þannig að ...

...bæjó

Engin ummæli: