...NAMMI NAMMI NAMM...
í dag elduðum við hreinasta lostæti í skólanum. Á boðstólnum var Folaldahjörtu, - nýru og -lifur, svínalifur og svo einhverjir kirtlar úr folaldi (þetta var ekki sérstakt, bragðlaust). Þetta var sko gott, en ég held að ég hafi verið einn um þá skoðun að þetta hefði verið gott. Í eftirrétt voru kanil og koníaks marineraðar eplaskífur með apríkósusósu, jummí...ég breytti reyndar uppskriftinni af sósunni svolítið, komst yfir Grand Marnier og notaði það svona 1/3 á móti sykurvatni, algert sælgæti...
:..:Eplabeignets:..:
Epli, afhýdd og kjarnhreinsuð...skorin í ca. ½ cm. sneiðar
Stráið kanelsykri yfir og vætið í með koníaki, snúið eplunum við og gerið þetta aftur (svo er hægt að gera þetta aftur og aftur, fer eftir hvað þú vilt vera með mikið bragð).
Dýfið í Beignetdeigið og steikið í olíu (helst í djúpsteikingarpotti, en það er hægt að nota venjulega olíu í potti, bara að það fljóti yfir eplin).
Stráið flórsykri yfir og setjið inn í ofn (ofn stilltur á grill eða efri hita) í smá stund eða þangað til að flórsykurinn er orðin bráðinn....
Berið fram með Apríkósusósu
Beignetdeig
250 g Hveiti
1 stk. Eggjarauða
1½ dl. Bjór (við notuðum Odense light og Extra light, semsé það má nota pilsner)
2 dl. Volgt vatn
1½ dl. Olía
2 stk. Eggjahvítur, stífþeyttar
Salt, örlítið
1 msk. Sykur
Olía, bjór,vatn og egghjarauða er sett í skál, bætið í örlitlu salti og ein sléttfull msk. af sykri. Hrærið hveitið út í smátt og smátt. látið deigið standa í c.a. 1 klst. í kæli. Vendið þá eggjahvítunum saman við rólega, og notið deigið strax.
Apríkósusósa
Þurrkaðar apríkósur
Vatn
Sykur
Þetta er ekki svo nákvæmt, en sjóðið apríkósurnar í sykurvatni (ca. 1 dl vatn á móti 2 dl. sykri) þangað til að þær eru orðnar meirar. Veiðið þær upp úr vatninu og takið helminginn af vatninu og setjið í matvinnsluvél eða hakkið með töfrasprota (eða einhverju öðru). Bætið vatni við smátt og smátt þangað til að það er komin svona sósa en ekki grautur..
Ég notaði líka líkjör (Grand Marnier) og setti líka smá flórsykur útí (hann er sætari en sykur).
Þetta er algjört lostæti........nammi namm...
Allavegana...
Þangað til næst
Verði ykkur að góðu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli