föstudagur, febrúar 20, 2004

"Illu er best af lokið"

Og það er svo sannarlega rétt....ég er núna búinn að hitta hann John Koford sem er yfirkokkur á Sortebro Kro og Under Lindetræet og hann var bara hress, sér í lagi með að ég var íslendingur, en eins og ég hef kanski sagt ykkur er þar fyrir einn ungur drengur sem heitir Pálmi og er hann víst að gera góða hluti þarna og í skólanum.

Svo þegar ég var búinn hjá Koford þá fór ég í Bilka og verslaði í kjötsúpu sem ég er að elda núna en ætla að bjóða á morgun, en þessar súpur eru alltaf mikið betri dagsgamlar....

Þegar það var búið þá fór ég með fimm umsóknir á pósthúsið og svo er það bara að bíða og sjá hvað gerist...

Ég þakka kærlega fyrir alla góðu straumana, en þurftuð þið endilega að senda þá svona sterka svo að það skyldi springa á hjólinu mínu hjá Bilka, vitið þið ekki hvað það er langt heim til mín frá Bilka...(hehe:-))

Hilsen

Engin ummæli: