mánudagur, mars 29, 2004

Jæja loksins...

Ekki það að við séum komin með netið...nei,nei...ég komst loksins í tölvu í skólanum sem er er með möguleikanum á að stilla á íslenska stafi....

Jamms...þannig er nú það, margt hefur gerst á meðan við höfum verið netlaus. Fyrir það fyrsta þá er kollegienetið sem við erum hjá ekki að gera sig því að við virðumst ekki geta fundið neinn sem að getur sagt okkur hvað er að. Við getum talað við tölvunördana einusinni í viku á Raskinu en nota bene, það er bara einusinni í viku, svo er sagt að maður getir hringt í númer og þegar maður lætur reyna á það þá segja þeir bara, þið verðið bara að bíða fram á miðvikudag.....alger bömmer....en núna næsta miðvikudag þá ætla ég að mæta með lappann og setjast upp á þá og ekki að hreyfa mig fyrr en þeir eru búnir að laga þetta................og ég er sko þungur og þrjóskur...

Annars að öðrum fréttum!! Ég sagði hérna fyrr að ég væri með stórar fréttir....jú þær eru stórar en samt ekki það stórar að ég geti sagst vera kominn á samning...

Ég fór í "spjall" á Sortebro Kro á fimmtudaginn seinasta og mér fannst það ganga nokkuð vel, það endaði með því að við John Koford yfirkokkur og eigandi, fundum tíma til þess að ég gæti komið og unnið í einn dag.....og var sá dagur núna seinasta laugardag.
Jú ég mætti kl. 10.00 stundvíslega á laugardagsmorgun og var mér þá tjáð að ég myndi eyða deginum í það að skræla kartöflur og annað grænmeti. "Já, ok" sagði ég og fór í það að skræla. Um kl. 13.00 þá var ég búinn að skræla einn kassa af kartöflum, einn af gulrótum, einn af einhverri rót sem að ég veit ekki hvað heitir, nokkrar sellerírætur og svo búinn að pilla 3 kg af lauk. Þá var ég búinn með það verkefni, heldur fyrr en áætlað var. Þannig að ég var settur í það að búa til brauð eftir uppskrift hússins...það tók nú ekki langan tíma, þá kom nokkur bið hjá mér því að þeir voru að keyra í gegn stórann hóp og þegar svona mikið er að gera þá fer maður ekki bara til þess að spyrja hvað maður eigi að gera næst.
Eftir keyrsluna var mér falið að baka smákökur (þetta var svona bara skera í bita og setja á bökunarplötu) og það tók alveg 45 mínútur, því að ég gat bakað 8 plötur í einu og það tók ekki nema um 5 mín að baka þessar kökur. Mesti tíminn fór í það að skera þær í bita því að deigið var gaddfreðið. Kl. 18.30 þá var fyrsta pásan hjá öllum á staðnum, þá var búið að elda ofaní okkur kjúkling og var sú pása vel þegin af minni hendi því að ég hef ekki unnið svona vinnu í mörg ár. Nú eftir pásu þá átti ég nú von á að kokkurinn kæmi og þakkaði mér fyrir og segði að ég mætti fara heim, en svo var nú ekki. Um kl. 20 þá fylltist staðurinn af fólki í mat eftir matseðli og fannst mér ég bara vera fyrir því að það hafði enginn tíma til þess að segja mér til......þannig að ég þvældist fyrir til klukkan 23.30 en þá var búið að loka og þrífa eldhúsið og ég mátti loksins fara heim, mikið þreittur, en mikils vísari.

Hvað kemur út úr þessu? Ekki mikið miðað við það sem að hann sagði við mig. Hann sagði mér svona pent að ég fengi EKKI samning hjá honum, ég væri í raun of feitur í eldhúsið, og of gamall. Ég ætti kanski frekar að sækja um í stærra eldhúsi, en ekki í svona litlu. Og takið eftir því að ef að þið margfaldið mig sinnum 3 þá væri eldhúsið troðið, og það er staðreind. Hann sagðist ekki efast um að ég yrði einhverntíman góður kokkur og mikið góður stjórnandi í eldhúsi, en kanski ekki bara hjá honum.

Ég er nú búinn að tala við einn kennara og hann sagði mér að gefast ekki upp og einbeita mér frekar þá að hinum stöðunum sem að ég hef sótt um á.

Annars er lítið að frétta, mamma og Maríanna koma á föstudaginn og það verður nú gaman.

Ég læt ykkur vita þegar við erum komin með netið.........þangað til þá!!!!

Lifið heil og brosið framan í heiminn :-)

Engin ummæli: