þriðjudagur, mars 16, 2004

Smá blogg...

Jæja þá er komið að fréttum líðandi stundar...

Þóra er LOKSINS búin að fá pakkann langþráða frá Íslandi, þvílík gleði þegar að póstbílinn lagði hérna fyrir framan húsið hjá okkur...fullt af góðgæti í pakkanum, ísl. nammi, vikan og gestgjafinn (fyrir mig) og svo svona tátillur frá henni Ömmu, því að Þóru er alltaf svo kallt á fótunum...en allavegana TAKK FYRIR OKKUR.

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum hjá mér...í dag var lokadagur "mini" verkefnisins, sem var svona Take-Away staður...minn hópur var með mexikóskan mat og kl. 11.30 þegar það var opnað vorum við tilbúin með allt, en ítalski hópurinn átti eftir að koma með allan matinn inn í sal....þannig að við seldum mikið meira en þau (hehe). Annars var þetta ekki keppni, en samt. Maður er alltaf að keppast við náungan...eins og tildæmis allir sem að taka fram úr mér á hjólum á leiðinni í skólann, eiga von á því að ég taki aftur fram úr þeim...bara af því að ég er alltaf í kappi...skil þetta bara ekki!!!

Annars er ekkert að frétta af þessum íbúðarmálum hjá okkur. Þóra fór í gær og talaði við leigjendasamtökin okkar vegna bréfsins sem að við fengum á fimmtudaginn, og núna eigum við að safna öllum myndum sem að við eigum af íbúðinni sem sönnunargögnum....verst er að við eigum svo fáar myndir af íbúðinni tómri en við reynum að koma með eitthvað. Ég held að það hafi jafnvel átt að skoða íbúðina í gær, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það...

Annars bara same old, same old...páskafrí nálgast óðfluga...júhúúúú...

síðar..

Engin ummæli: