Voða lítið að gerast...
Já það er einhver gúrkutíð hjá mér núna, ég er ennþá að bíða eftir svari um sumarvinnu....ég er svo að vona að ég fái einhverja vinnu hérna úti...ef ekki þá er það bara að reyna heima eða vera hérna og fara á bistand....ekki mjög spennandi...
Ég er búinn að sjá það að það voru ekki eins mikil viðbrögð við heilsu uppskriftinni minni eins og af súkkulaðikökunni og ég held að það sé vegna þess að það er fiskur í uppskriftinni...sorrí gæs, ég skal bæta þetta upp með einhverri góðri kjúklingauppskrift á næstu dögum...
En annars núna þegar sumarið er að ganga í garð þá held ég að allir þurfi á léttari mat að halda, í miklum hita þá er maður ekkert að fara og fá sér 250 g. steikur með bernaise sósu og bakaðri kartöflu...eða hvað? Ég vill halda því fram að kjúklingur, fiskur og salat sé málið ( jú og auðvitað kalkúnn og svona..þið vitið ljóst, létt kjöt). Þannig að ég hef ákveðið að koma með hugmyndir af samlokum eða réttum sem að ég hef fundið upp eða stolið einhversstaðar annarsstaðar.....en ekki strax, bráðum, ég þarf að undirbúa mig.....................
En þangað til þá....ciao
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli