Er að fara í viðtal...
... á mánudaginn þá legg ég land undir fót, stekk upp í næstu lest og er áætlunarstaður minn Nyborg. Þar ætla ég að spjalla við hana Tinu Madsen á Hotel Hesselet sem er við ströndina í Nyborg og er með útsýni yfir Stórabeltið+brú.
Ég verð nú að segja það að ég er nokkuð spenntur yfir þessu en henni vantar samt ekki fyrr en árið 2006 þannig að ég verð að skoða málið hvort að viðtalið verði jákvætt eða hvort að þetta sé svona lost case.
Annars er ég að byrja í skólanum á morgun og ég er búinn að sjá stundatöfluna fyrir árið og ég er ekki alveg sáttur. Ég er búinn með öll þessi fög sem að ég er settur í og ég er ekki að nenna að taka þetta allt saman aftur. Enda á ég ekki að þurfa þess.
Annars er eitthvað lítið að frétta af okkur í augnablikinu, ég sé Þóru aðeins á kvöldin áður en hún fer að sofa af því að hún er að læra á fullu fyrir prófin. Akkúrat núna er hún í einu af erfiðu prófunum sem að hún þarf að taka og er hugurinn minn hjá henni núna....
Bara svona að láta ykkur vita af þessu...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli