fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Sauna

Já við drengirnir á Rasmus Rask kollegie erum búnir að uppgötva þessa líka flottu sauna hér fyrir neðan barinn. Þessi sauna er fyrir bæði kynin en er samt með tímaáætlun fyrir bara drengi og bara stúlkur og stundum fyrir bæði drengi og stúlkur.
Við höfum núna farið seinustu þrjá fimmtudaga (ég seinustu tvo) og setið í sauna, drukkið bjór og spjallað um daginn og veginn. Það er bara eitt sem að mér finnst að þessari sauna. Það er að þessi sauna er með frekar mikið ljós, þ.e. það eru tvö ljós með frekar hárri watta tölu þarna inni sem að gerir þessa sauna ekki mikið kósí, ef að drengur má segja svona feminínt orð. En allavegana þá finnst mér ansi gott að fara í svona sauna á kvöldin, jafna mig eftir erfiðan dag of doing nothing. Ég er rosalega feginn að núna er vetrarfrí hjá mörgum, meðal annars mér og eftir að hafa ekki gert neitt í 3 mánuði þá er þessi vika í frí vel þegin vegna þess að maður er gjörsamlega uppgefinn eftir svona 3 mánaða erfiði.

En á morgun er saumaklúbbur hjá íslensku stelpunum hér á RRK þó svo að margar búi ekki einusinni á RRK, en allavegana, þá ætlum við drengirnir að skella okkur í sauna og drekka bjór, fara í sameiginlega sturtu og drekka bjór, endum svo snarvitlausir einhversstaðar til þess að spila póker og drekka bjór. Áætlað er að spila eftir No Limit Texas Holdem reglunum og það verður bara gaman.

Á laugardaginn þá er þorrablót í Horsense þar sem að ég ætla að keyra 8 gallvöskum íslendingum á blótið til þess að afgreiða á barnum og sjá um dyravörslu og smá eldhúsvinnu...það ætti að vera spennandi.

En þangað til næst

BLESS

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Delightful go through. Creating ability. Appreciated the Tale.     saunajournal.com