þriðjudagur, mars 15, 2005

Blautur, kaldur, slappur!!

Já svona er lífið eftir að hafa staðið úti í rigningunni í tvo daga samfleytt, svona næstum því. Vinnan sem að ég er í (eða á að vera í) gengur út á það að spúla einhverjar tréramma og það er gert úti í guðsgrænni náttúrunni, bak við skemmu. Þar er ekkert skjól og svo er búið að snjóa/rigna í tvo daga, og ekkert lát er á því. Þannig að ég var orðin svo blautur og kaldur þegar ég kom heim í dag eftir "erfiðan" vinnudag að ég gat bara ekki meir og hringdi mig inn veikann. Fór ekki einusinni í gítartíma (og þá er mikið sagt).

Annars þá er ég í páskafríi í næstu viku. Búinn að segja ProfilMatch það, en það er einmitt vikarskrifstofan mín. Mamma og amma eru svo að koma á sunnudaginn. Mútta er búin að leigja bílaleigubíl og við fáum að ná í hann á föstudaginn, förum svo á sunnudag til þess að sækja þær mæðgur á Kastrup.

Annars held ég að Sigurrós og Ingvi séu að koma í heimsókn til Odense um helgina, heyrði eitthvað af því. Vona bara að ég hitti á þau (ykkur, ef að þau lesa þetta), alltaf gaman að hitta gott fólk. Kanski að ég geti boðið upp á Daim-kaffi og Odense Classic...

Annað er ekki að gerast hjá mér....bæ í bili.

Engin ummæli: