þriðjudagur, maí 31, 2005

Langt síðan....

....en það hefur bara svo mikið gerst síðan seinast......

Það er náttúrulega brjálað að gera hjá mér í vinnunni.....og ég á að mæta klukkan 06 í fyrramálið sem að þýðir að ég verð vaknaður kl 04.45 til þess að hjóla í ca 25 mínútur til að pakka fleiri, fleiri pöntunum út um allan heim (aðallega Danmörk og Þýskaland).

Við Þóra erum farin að íhuga sumarfríið okkar. Okkur langar að ferðast ódýrt hér í Danmörku, nýta okkur lestirnar eða rúturnar...taka tjaldið okkar og svefnpokana og gista hér og þar um landið sem að við búum í. Annars komum við til Íslands um miðjan júlí og verðum í 2 vikur. Þá ætlum við að hitta fjölskyldur okkar og vini og njóta þess að vera til. Kíkja kanski í smá útilegu, svona ekta íslenska....það er alltaf gaman.

En annað er ekki að frétta, er að klára umsóknina í háskólann hér í Odense, vantar eitt og annað til þess að geta sent hana, en er að sanka að mér efninu...........

Læt þetta nægja í bili...

p.s. er með nýja uppskrift hér, Sumar kartöflusalat. Þetta salat er snilld, og fitulítið.

Engin ummæli: