mánudagur, október 01, 2007

Loksins datt mér í hug eitthvað til þess að blogga um...

Já haldiði að karlinn sé ekki kominn með nýja fartölvu. Gripurinn heitir Acer Aspire 4920 og er skrambi góður bara. Ódýr en góð fartölva með öllum mögulegum tryggingum vegna þess að ég á lítinn púkaling sem heitir Viktor Daði og í hans huga er allt merkilegt.

Af okkur er svosem lítið að frétta, styttist í London ferðina okkar sem að við keyptum okkur fyrir langa löngu á 500 d.kr. Ætlum að hitta Þórunni, Pedro og Alejandro Egil. Þetta verður voða spennandi og hlakkar okkur rosalega til. Ég er búinn að plana að heimsækja tvo staði. Þennan og þennan. Svo nýtir maður tækifærið og eldar einhverja snilldina úr frábæru, FERSKU hráefni hvaðan sem er að úr heiminum.

Já svona er nú það, held að þetta sé lengsta bloggið mitt síðan ég veit ekki hvenar......en meir um það síðar.

Þangað til næst, óverandát.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ ég rakst á þessa síðu fyrir tilviljun, en ég var að læra kokkinn í Dalum, veit ekki hvort að þú mannst eftir mér en Guðrún systir mín þekkti líka konuna þína.
Allavega þá er ég ennþá í odense.
Kv Elísabet

Nafnlaus sagði...

Skál!