þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Jæja þá er enn einn dagurinn búinn, svona næstum því... Ég var að gera það skemmtilegasta sem maður getur gert í skólanum í dag, ég var í verklegu, mér er alveg sama hvaða verklegt maður gerir það er allt svo skemmtilegt. Í dag vorum við reyndar að úrbeina svínaframpart, og mér fannst nýtnin ekkert svakalega góð hjá okkur, miklu hent en mér er sama ég er ekki að borga fyrir þetta. Á morgun þarf ég ekki að mæta fyrr en kl. 12.30 því að Dönskukennarinn minn er veikur, þannig að ég þarf bara að mæta í 2x45 mín og vera á netinu allan tímann því að ég er að gera eitthvað verkefni þar sem að ég á að markaðsetja einvherjar 3 vörur og segja frá því hvernig þær nýtast og svoleiðis. Annars er ekkert að frétta af mér svosem, ekkert markvert að gerast í mínu lífi nema það að búa í DK og skilja svona næstum því ekkert.

Það er ekki eins og maður geti verið að hitta krakkana úr skólanum, ég meina að útgöngutími þeirra eru líklegast búinn um kl. 22.00, þetta eru svo ungir krakkar að mér fynnst ég vera elstur í skólanum (ég er það samt ekki), sumir kennararnir eru meira að segja yngri en ég (hann Nikolaj ensku kennari er ekki nema 25 ára og getur illa tjáð sig á ensku, sem er allt í lagi því að Mér finnst danir frekar lélegir í ensku miðað við íslenska jafnaldra þeirra), þetta er samt allt að reddast, mér var að detta í hug að læra í 4 ár og verða svo bara kennari, það eru svo góð frí(hehehehehe).

Ég er alltaf í sambandi við aðra bloggara af og til (hvað er samt bloggari? Er það einhver sem að skrifar inn á svona síðu og tuðar heil ósköp eða hvað?) t.d. Sigurrós sem á heima á Raskinu (Rasmus Rask kollegie) og Berglind sem á heima á Selfossi en Hreinn hefur verið óduglegur við að skrifa inn á sitt blogg en það er skiljanlegt, þar sem að hann er í fullu starfi við að góma Rúsneska smyglara í Hafnarfirði.

Ég held að ég láti þetta duga í bili, við heyrumst síðar..

Engin ummæli: