miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Furðulegt hvernig maður vaknar á fimmtudegi en það er samt bara miðvikudagur??????????????????????????

Ég lenti í þessu í dag, átti að vera með fyrirlestur og sem betur fer tók ég stílabókina mína með því að annars hefði ég fengið mínus í kladdann.....hjúkk

Annars er ekkert að frétta, veðrið er svona sæmilegt, ég hélt að það ætlaði að rigna í dag en hann hélst þurr, hitti annars Jóa Le, hann kom í heimsókn með Hrund (dóttir hans) og Guðbirni (sem er álfur sem var að vinna með Jóa hjá Krafti), stór skrítinn fýr, þegar ég kynntist honum fyrst þá vorum við í Skagafirðinum á fjallahjólakeppni og hann vildi bara borða rúgbrauð með einhverju súkkulaðiáleggi og salthnetum, "hrein orka" sagði hann og hjólaði alla þessa kílómetra í keppninni á tveimur jafnfljótum og metangasi (ætli það sé löglegt í fjallahjólakeppnum?), annars var mjög gaman að hitta hann, hann er alltaf svo hress.....

Og svo að öðru...ég eldaði grænmetisbuff í fyrsta skiptið á ævinni, það var allt í lagi, en deigið var svolítið blautt, ég held að ég hafi soðið kartöflurnar aðeins og lengi...þetta var serverað með salati og parmesan osti, alveg eins og á veitingastað, já það er alltaf veisla hjá henni Þóru þegar ég tek mig til í eldhúsinu, er samt alveg eins og ekta kokkur, ÉG VASKE HELST EKKI UPP,hehehehehehehe, en í svona sambúð þá eiga allir að hjálpast að...er það ekki ?
Nóg í bili, ciao

Engin ummæli: