laugardagur, september 06, 2003

Hæ hó...

Í dag ætla ég aðeins að tala um Tietgen skólann!! Hvernig er það þegar maður er í námi í skóla eins og Tietgen, er þetta bara eitt heljar helv... fyllerí????Ég bara spyr, og ykkur er hollast að svara, ef að þið getið það fyrir ölvun!!

Nei nei, ég er bara að grínast. Nú er tíð félagseflingarpartía um alla Odinse, allavegana fyrir þá sem eru í Tietgen skólanum hér, það er ekkert svona í mínum bekk (eða skóla), það er líklegast vegan þess að krakkarnir eru svo ungir hehehe..

Ég sit nú bara hér og er að tala við Mömmu á MSN og berjast við Mosquito flugur sem eru að snæða á mér daginn út og daginn inn,ég held að ég hafi aldrei verið svona illa haldinn af svona Myggestik...
Ég er sko einn heima því að Þóra er í bekkjarpartíi og svaða gaman vonandi...

Ég eyddi deginum með honum Geir frænda (bakari) mínum sem er á námskeiði í Middlefart. Það var voða gaman, enduðum stefnumótið okkar á Hereford Beefstuw, ég fékk mér þessa líka svaða góðu kálfasteik og svo bjór með (uuuummmmm). Það var líka voða gott veður í dag og í gær...

Í gær var svo kulturnatt hér í borginni og við kíktum aðeins niðríbæ, fórum í Íslendingafélagið og mér fannst nú ekki mikið til þess koma, mér fannst vanta einhvern eða einhverja til þess að bjóða fólkinu sem kom velkomið. Maður labbaði þarna inn og fólk horfði bara á okkur eins og við værum einhverjar geimverur. Með þessu viðmóti þá geta þeir nú ekki ætlast til þess að nokkur skrái sig í þetta félag. Mér fannst þetta bara eins og vera koma á einhvern sveitapöbbinn úti á landi þar sem að allir þekkjast og hleypa engum að sér. Því miður, ég á ekki eftir að koma til með að borga í þetta félag SORRÍ...
Ég ætlaði að taka myndir en vélin var batteríslaus....kanski næst...

Jæja ætli þetta sé ekki komið gott í bili...bæjó

Engin ummæli: