fimmtudagur, september 04, 2003

Jæja, þá er það romsan fyrir daginn í dag....

Ég hef ekki heyrt í henni Berglindi í langan tíma, svona almennilega allavegana, það er svosem mér að kenna en hún er alltaf í vinnunni þegar hún er á MSN og maður er kanski að spjalla þá kemur ekkert svar í langan tíma því að hún þarf að sinna kúnnunum. Þannig er nú bara það Berglind mín, ég spjalla kanski betur við þig næst eða eitthvað.

Annar er ekkert að gerast, ég fór og keypti mér gallabuxur í dag, svaða gæi, komst að því að ég þarf að fara að taka mig á í þyngdinni, kanski ekki seinna vænna, málið er að mér finnst bara svo gott að borða, get ekkert að þessu gert....Svo að ég tali nú ekki um ölið hér í DK.

Talandi um öl, ég smakkaði Odnese Classic Röd, sem er mjög líkur Kilkenny sem er einn af mínum uppáhalds, mjög ánægður með það...........það er samt svo mikið af tegundum sem ég á eftir að prufa.....

jæja ég nenni þessu ekki núna, við heyrumst síðar..

Og hvern andsk...er Magnús Scheving að gera sem er svona frábært???

Engin ummæli: