mánudagur, september 29, 2003

Jæja þá er þetta loksins komið í gagnið aftur....

Málið er að fyrst þá krassaði tölvan mín og svo þegar ég var búinn að redda því þá hrundi netið og ég var að klára símtal við strákana hjá TDC þannig að netið er farið að virka aftur...

Það er svosem ekki mikið að frétta, ég er hund-kvefaður því að það er farið að kólna vel hérna í Odinse, á næturnar fer hitastigið allt niður í 3°C en fer ekki mikið hærra en 14°C á daginn...

Ég sleppti því að fara í skólann í dag vegna hósta og ég taldi það ekki sniðugan leik að vera að vinna með hveiti og svoleiðis þegar maður er hóstandi eins og ég veit ekki hvað...á morgun verð ég að drífa mig í skólann því að þá er ég að fara í MODUL 1 lokapróf í Varekendskap, sem er í rauninni próf í því að þekkja mismunandi eldunaraðferðir, jöfnunaraðferðir og svo útbúning á uppbökuðum súpum og sósum, þetta ætti ekki að vera mikið mál því að við megum vera með glósurnar okkar og í gær þá glósaði ég 13 bls upp úr 49 bls kennslubók. Svo á miðvikudaginn er ég að fara að halda fyrirlestur um Listeriu Monocytogenis sem er lífshættulegar örverur og svo.....
....er ég að fara í próf í hreinlætisfræði á föstudaginn og svo í tölvufræðipróf á fimmtudaginn, þá er eftir ein vika í skóla og kynnast nýjum fögum í MODUL 2 og svo er það vikufrí...

...þá ætlum við Þóra að skreppa til Noregs í nokkra daga og kíkja svo kanski verslunarferð til Þýskalands, alt óráðið eftir Noreg....

Allavegana ætli þetta sé ekki nóg í bili....

Bið að heilsa!!

Engin ummæli: