föstudagur, október 03, 2003

Jæja þá er bara komin helgi og ég búinn í prófum, svona þangað til næst...

Þetta gekk alltsaman vel held ég, mér fynnst það allavegana. Ég er búinn að fá nýja stundatöflu, nýja kennara, og nýjann bekk. Það er nú nefnilega þannig í skólanum að þú getur valið á milli þess að vera í svokölluðu "mindre guided" eða "mere guided" námi og þar sem að ég tel mig vera einstakann snilling, þá skráði ég mig í mindre guided nám, sem þýðir í rauninni það að ég þarf sjálfur að finna uppskriftir af einstaka réttum og elda þá í eldhúsinu og svo er eitthvað meira sem að ég í rauninni veit ekki hvað er....

Mér finnst þetta þrælspennandi og halkka til að fá ný verkefni til þess að kljást við, það er nú ekki eins og ég hafi ekki tíma, stundataflan mín er eins og lélegt gatasigti og suma dagan er ég bara ekkert í skólanum???? Svona er þetta bara....

Annars er voða lítið að frétta, við Þóra bíðum bara eftir haustfríinu okkar og svo líka jólunum.....gaman gaman...

En svona í tilefni dagsins að ég er búinn með MODUL 1 og er að fara hefja MODUL 2 þá ætla ég að henda hérna inn góðri svínakjötsuppskrift svo að allir getir nú eldað þetta hvar sem er í heiminum, það eru ekki allir eins heppnir og við hér í Odense að fá einstaka sinnum íslenskt lamb (en það er alltaf til nýsjálenskt)...

Njótið vel.....

Ágúst


KONUNGLEGAR SVÍNALUNDIR

Svínalund, u.þ.b. 250 g
1 heill hvítlaukur
1 msk. olía
1 dós hakkaðir tómatar með chili
1 laukur
¼ - ½ eggplanta
1 hvítlauksrif
1 dl þurrt hvítvín
ferskt basilikum
salt og pipar

Meðlæti: 200 g soðið pasta með 1 blaðlauk eða 4 vorlaukum.

AÐFERÐ:
Skerið hvítlaukinn þvert í gegn, penslið með dálítilli olíu og stráið með salti. Setjið í ofninn við 200 °C og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. Hellið úr tómatdósinni í sigti og látið mesta safann renna af tómötunum.
Þerrið kjötið með eldhúsþurrku.

Hitið restina af olíunni í potti við góðan hita og brúnið kjötið á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Skerið lauk og eggplöntu í teninga og bætið út í pottinn. Hrærið stöðugt í grænmetinu og steikið í u.þ.b. 2 mínútur. Bætið við söxuðum hvítlauk, hvítvíni og tómötum. Látið malla við lágan hita í lokuðum potti í 10 – 12 mínútur. Snúið kjötstykkinu öðru hverju. Takið kjötið, pakkið því inn í álpappír og geymið í u.þ.b. 10 mínútur.

Sjóðið pastað. Skerið blaðlaukinn þvert í litla hringi og sjóðið með pastanu síðustu 2 mínúturnar. Smakkið sósuna til með salti, pipar og basilikum.

Berið kjötið fram í sneiðum með sósu, soðnu pasta og bökuðum hvítlauk



Þetta er algjört sælgæti namminamm

Engin ummæli: