Þá er komið sunnudagskveld og við búin að græða 1 klst. (hehe alltaf að græða)
Helgin er búin að vera viðburðarlítil......eiginlega ekkert að gerast....
Föstudagskvöld þá fór ég á fyrsta fund hjá Þorrablótsnefnd íslendinga félagsins hér í Odense, þrátt fyrir að ég hafi sagt hér á síðunni að ég vildi ekkert með þetta félag að hafa þá ákvað ég að slá til þegar ég var beðinn um þetta, aðallega til að hitta fólk.....já líka kanski aðeins að skipta mér af (ef ég get hehe)...
Á laugardaginn þá fórum við Þóra í göngutúr um verslunarhverfið okkar hér á Skibhusvej og komumst að því, þegar við ákváðum að fá okkur "slice" (pizzasneið) að við erum orðin fastagestir á eleven 2 eleven, sem er svona skyndibitabúlla í eigu svona Habib náunga, þeir voru allavegana búnir að heilsa okkur áður en við komum inn í sjoppuna og svo voru þeir alltaf að spyrja hvernig slicið okkar væri og svona. Það er nú reyndar satt að við höfum komið þarna inn allavegana einusinni í viku undanfarið vegna þess að einhverjir verktakar hafa tekið heitavatnið okkar einu sinni í viku....þá er ekki hægt að vaska upp og þá er bara farið og fengið sér skyndibitamatur.
Svo kom fjölskyldan í sveitinni og borðaði hjá okkur kjúkling og fengu eplapæ í eftirrétt með kaffi, grand eða wiskýi...
Talandi um Wiský. Ég hef nú aldrei verið þekktur sem mikill wiský drykkjumaður en ....takið eftir.... EN um daginn þá komst ég niður á tegund sem að mér fynnst bara helv. góð TALLISKER heitir gripurinn og það var hann Jói Le vinur minn sem að gaf mér þetta að drekka þegar ég var hjá honum í afmælisveislu um seinustu helgi.....takk fyrir mig Jói vinur minn..
Svo kemur dagurinn í dag sem er Sunnudagur...
Vaknaði seint að mér fannst en klukkan var bara um 10 (eða 11 maður er að venjast þessu) og þá hringdi ég í sveitina og spurði þá feðga Jóa og Birki hvort að þeir vildu koma út að hjóla með okkur Þóru í skóginn og skoða umhverfið svona mitt á milli okkar.....þeir tóku vel í það og það var ákveðið dae kl. 13.30....við hjóluðum í svona c.a. einn og hálfan klukkutíma og Jói skrankarl fann þetta forláta GT stell sem á að pikka upp síðar....held ég....þetta var nú voða gaman...
Þegar við vorum búin að hjóla voru komnir gestir í sveitina og dreif Jói sig að hella upp á kaffi handa þeim og við Þóra hjóluðum heim í hlýuna, þar sem að ég hitaði kakó og restina af eplapæinu. Dreif mig svo að elda sunnudagssteikina sem var að þessu sinni, danskur hamborgarahryggur með rauðkáli, ananas og brúnuðum kartöflum, og með þessu drukkum við fínan árgang af PEPSI...
Allavegana, heyrumst
p.s. þeir sem eru með míkrafón, og hraða tengingu geta nálgast þetta forrit, og ég er með notendanafnið agust76
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli