fimmtudagur, október 23, 2003

Jæja þá er það að blogga aðeins....

Ég er ekki í stuði til þess að segja ferðasöguna en ég ætla að rasa eitthvað smá út samt...............

Það helsta í fréttum er að ég er búinn að útvega mér starfsviðtali hér í Dk, þar sem að möguleikar mínir að fá samning er góðir, skv. símaspjalli sem að ég átti við yfirkokkinn á hótelinu, ég ætla ekki að gefa það út hvaða hótel þetta er en þetta er spennandi dæmi....ég bið þá sem að lesa þetta og vita hvaða hótel þetta er að segja ekkert...Það er ekki af leiðindum að ég geri þetta, ég er bara svona að tryggja mig, ef að allt fer í hund og kött þá er ég ekki búinn að flagga því að ég sé að fara að vinna á þessum vinnustað. Þetta verður allt að koma í ljós, viðtalið er í byrjun nóvember og fer fram á íslensku sem betur fer....

Ég sit bara hérna heima og er að hlusta á nýjasta IDOLIÐ hjá norðmönnum, hann Kurt Nilsen, hann er svona bland af AHA, David Gray og Duran Duran, skrítin blanda en ég er að fíla hann í tætlur....ekki skrítið að hann skuli hafa unnið Norska Idolið.

Annars er lítið að frétta, ég er kominn í nýjan bekk og er svona að kynnast fólkinu, það gengur svona lala, ég þakka bara skólanum fyrir að vera svona hópverkefnasinnaðan þannig að maður reynir að komast í mismunandi hópa svo að maður sé ekki alltaf að vinna með sama mannskapnum, svo eru það verklegu tímarnir þar sem að kennarinn kemur með tvo fulla vagna af vörum og segir við okkur að kl. eitthvað ákveðið þá eigum við að vera búina að útbúa x marga rétti...engin uppskrift, við fáum eina matreiðslubók hver hópur til þess að glugga í og finna uppskriftir.......mikið gaman fynnst mér, þetta gerir manni kleift að virkja ýmindunaraflið svolítið..

Ég var að fá bréf frá Odense kommune og þeir að tilkynna mér að ég hafi verið að fá rangar húsaleigubætur og þær hækka um heilar 164 kr. alltaf að græða. þannig að þeir ætla að greiða mér mismuninn frá því að ég hef fengið borgað og það eru um 1331 kr. sem er ekki slæmt......það er svo gaman þegar maður fær svona pening...ekki það að húsaleigubæturnar séu eitthvað háar hjá okkur en samt, smá svona sárabót eða eitthvað. Annars þarf maður að fara að hlaða niður börnum og fá barnabætur líka...ég veit um fólk hér í Dk sem er að borga um 1800 kr. í húsaleigu því að þau fá svo mikið í barna og húsaleigubætur....ekki slæmt það

Jæja ég ætla að hætta núna en....þar sem það er farið að kólna svo í veðri þá ætla ég að henda inn einni laufléttri súpu-uppskrift....

Argentísk kjötsúpa
Uppskrift f. 4

400 gr. Nautakjöt
2 stk. Gulrætur
2 stk. Laukur
10 stk. Sveppir
½ haus Blómkál
1 stk. Paprika
1 ds. Niðursoðnir tómatar
1 líter Vatn
Kjötkraftur
Salt og pipar

Aðferð:

Skerðu kjötbitana í litla bita.
Sjóddu kjötið, tómatana og vatnið við vægan hita í c.a. 1 klst.
Grænmetið er skorið og látið malla með síðustu 10 mínúturnar.
Bragðbættu með kjötkrafti, salti og pipar.

Borið fram með brauði.

Ábending:

Hægt er að nota gúllaskjöt.
Einnig er hægt að nota frosnar grænmetisblöndur.
Súpan er einstaklega góð á köldum vetrarkvöldum, vel pipruð.

Mér fynnst þessi súpa langbest ef hún er matreidd deginum áður en það á að njóta hennar

Bon apetit

Engin ummæli: