mánudagur, nóvember 10, 2003

Þá er helgin afstaðin!!

Ég hef verið óttalega andlaus eitthvað um helgina, ég fór í bíltúr á föstudaginn til Billund til þess að fara í atvinnuviðtal hjá Hótel Lególandi sem er 4 stjörnu hótel með íslenskum yfirkokki. Ég held að ég geti sagt að þetta viðtal hafi komið ágætlega út, ég hitti meðal annars yfirbossan (þ.e. mannin sem að ræður yfir öllum kokkum og þjónum og hefur svona loka atkvæði í mannaráðningum) og ég held að honum hafi litist ágætlega á mig. Það er bara eitt núna....ef ég fæ vinnuna þá verð ég líklegast að flytja til BIllund og þar er ekkert nema LEGÓ og Flugvöllur...jæja, ég ætti ekki að vera stressa mig yfir því núna. En ég ætla núna á næstu dögum að útbúa svona umsóknarpakka á fleiri veitingastaði sem að ég hef áhuga á að prufa að vinna hjá hér í Odense.

Annars var ég að fá nýjan kennara í dag...í kokknum (ég held að ég sé kominn þá með 3 kennara í þessu eina fagi í einu), ef að þið hafið séð myndina ELLING (norsk) þá vitið þið hvernig kennarinn lítur út, hann er nefnilega alveg eins og Elling sjálfur þ.e. í útliti...´hann er nokkuð áhugaverður sem kennari en mér tókst samt að láta hann kyngja ofan í sig ósannindum...Hann talaði um að það væri erfitt að elda innmatinn úr sauðkindinni það sem væri auðveldast væri kanski lifrinm, en ég Íslendingurinn barði í borð og sagði hingað og ekki lengra (reyndar rétti ég bara upp hendi eins og siðprúður nemandi) og benti honum á ósannindin í orðum sínum og þegar hann komst að því að ég væri frá Íslandi þá horfði hann djúpt í augu mín og sagði mér að við Íslendingar þyrftum alltaf að verja það sem við ættum og ég sagði bara Já og takk fyrir (bekkurinn var meira og minna hlægjandi allan tíman því að þeim fynnst ekkert fyndnara en ég að reyna að verja ROLLUNA Ízlensku)...

Annars var ég með matarboð á laugardaginn og bauð fjölskyldunni úr sveitinni og svo Sigurrósu og hennar familý. Ég hafið Svínalundir fylltar að hætti spánverja og kúskús með svo og smjörsteikta sveppi og eggaldin með hjemmelagede sjampígnon sovs (alveg rosalegur svona multi cultur í gangi hjá mér). Í eftirrétt var boði upp á hina margfrægu Litlu Syndina Ljúfu sem er svona súkkulaði bakað með súkkulaði með smá súkkulaði "on the side", ég bauð líka upp á Púðursykursmarengs, sem ég hafði aldrey prufað að baka áður....þetta lukkaðist svona ágætlega, nema hvað að ég bakaði syndina of lengi og hún var bökuð í gegn en hún á að vera fljótandi í miðjuni..

Ég hendi inn uppskriftum síðar....en þangað til þá

Góðar stundir

Engin ummæli: