miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Jæja þá er tími sannleikans....


Við Þóra erum búin að vera að bíða eftir svari um íbúð sem að við vorum númer 5 á lista eftir.....haldiði ekki að fólkið sem var númer 4 á listanum hafi ekki sagt já takk...ég er frekar skúffaður yfir þessu öllu saman... Við verðum bara að halda áfram að bíða...konan hjá leigumiðluninni sagði að það væri ekki ólíklegt að það kæmi eitthvað inn á næstunni, þannig að það er bara að bíða og sjá...það er ekki eins og við séum á götunni...

Ég er að fara í atvinnuviðtal á föstudaginn á hótel hér í Danaveldi (ekki í Odinse), ég er frekar spenntur yfir því, það lítur svo helv...vel út..ég er lika með tvö jákvæð og góð meðmælabréf í farteskinu...annað frá kennara á íslandi og annað frá kennara hér í DK..sem er bara jákvætt....Ég er líka búinn að spjalla við yfirkokkinn tvisvar og hann vill ólmur fá mig sem fyrst í viðtal...sem er bara jákvætt

Ég lenti í því í gær að það sprakk hjá mér á leiðinni í skólann, það er frekar fúllt að þurfa að kljást við svoleiðis fyrir klukkan 8 á morgnanna. Ég fór því í hjólabúðina sem ég er vanur að versla við og talaði þar við hann Klaus (sem er bara snillingur) og hann sagði að ég mætti koma með hjólið til hans á laugardagsmorgun, þá ætlum við að setja vetrardekkin undir og skipta um bremsupúða og líka slöngu að aftan...það fóru nefnilega ekki nema 2 bætur á hana þegar ég var að laga þetta í gærkvöldi...

Jæja allavegan þangað til næst....

Góðar stundir

Engin ummæli: