... :: Nýtt heimilisfang :: ...
Jæja þá erum við Þóra flutt á Raskið (Rasmus Rask kollegiet) sem að liggur í vestari hluta Odense. Þetta er voða fín íbúð og er mun stærri heldur en sú sem að við vorum í áður, munar alveg um 6 fermetrum, svo að auki þá erum við með svalir (fínt fyrir grillið í sumar og vetur og haust og vor). Það lengist aðeins í skólana hjá okkur en það er bara heilsusamlegt og gott.
Annars er lítið að frétta hjá okkur. Pabbi er búinn að vera hjá okkur í 4 daga. Hann kom til þess að hjálpa okkur að ganga frá hinni íbúðinni okkar en það er ekkert víst að hann eða við fáum að gera nokkurn skapaðan hlut í þessu máli. Þeir (sem að eiga íbúðina) vilja að við fáum atvinnu málara til þess að mála eða að láta þá mála fyrir okkur á okkar kostnað, en við erum ekki á því að bara "gefa" þeim þennan pening sem að við borguðum sem innborgun. Í dag kl. 14.00 fáum við einhvern fulltrúa igendanna til þess að koma og skoða íbúðina og meta hvað á að gera og hver gerir það. Við ætlum að berjast um að fá að gera þetta sjálf.
En að öðru máli...þá er nýja heimilisfangið okkar:
Ágúst Þór Sigurjónsson / Þóra Stefánsdóttir
Elmelundsvej 4 # 1307
5200 Odense V
Danmark
Við erum ekki enn komin með internet aðgang en við fáum hann vonandi á miðvikudaginn næstkomandi. Við vitum ekki alveg hvað verður með símanúmer en það er verið að leggja niður innanhúss-símkerfið sem hefur verið á Raskinu og það veit í raun enginn hvað verður með það, við látum ykkur vita....
Ég held að þetta sé nóg í bili.......þangað til næst...CIAO
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli