Hh hó...
Þá fer að koma að því að ég fái nettengingu á Raskið (þar sem að ég bý). En það hefur alltaf gleymst að sækja um, en ég á því að fá hana á afmælisdaginn minn sem er á miðvikudaginn 4. febrúar.
Annars er bara lítið að frétta. Við erum búin aðskila af okkur íbúðinni á Skt. Hansgade en það mál er ekki alveg búið ennþá, því að við settum athugasemdir við skoðunina og það á því að skoða hana aftur eftir ca. hálfan mánuð. Allt í gangi þar........
Við látum ykkur vita síðar....
Ég er ekki ennþá kominn með símanúmer en ég hvet þá sem að vilja hringja að prufa númerið á raskinu sem að ég man ekki alveg í augnablikinu.
Annars læt ég ykkur vita um e-mailið um leið og ég fæ eitt stykk...
Þangað til þá....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli