fimmtudagur, febrúar 12, 2004

HEHE alltaf gaman í verklegu...

Jújú, í dag var verklegt í skólanum og áttum við að elda mismunandi hálftilbúinn og heimagerðan mat. Minn hópur átti að baka pizzu, lasagna og búa til tómatsúpu með brauði, en um leið þá fengum við í hendurnar frosið tilbúið lasagna, frosna pizzu, pakkasúpu og frosið brauð. Það þarf náttúrulega ekki að nefna það að heimagerði maturinn var mikið mikið betri.....en það var nú ekki það skemmtilegasta við daginn. Því í dag náði ég að gera kokkakennarann minn hann Per kjaftstopp, og ekki bara það, heldur náði ég að láta hann næstum því kúgast af viðbjóði....hehe. Mér finnst það fyndið vegna þess að ég var að gefa honum mat sem að hann hafði aldrei séð áður, aðeins heyrt talað um og svona næstum því ekki trúað að nokkur maður gæti borðað þetta........á boðstólnum hjá mér í dag var:

Hrútspungar (får nøsser), hákarl (haj) og harðfiskur (tørfisk) og eins og ég sagði þá fanst honum Per þetta vera alger viðbjóður og skirpti hann út úr sér hverjum bita....hehehe

En það var nú ekki búið þar. Hann Per títtnefndi er mikill húmoristi og hefur sérlega ánægju á því að hrekkja aðra, og það er nákvæmlega það sem við fórum að gera. Við vorum eins og smástrákar þegar við gengum um skólan að leita uppi kennara sem vildu ólmir prufa þetta nýjasta á markaðinum (hehe) flestum fannst þetta viðbjóður og þegar við sögðum hvað þetta væri og hvernig þetta væri verkað (hákarlinn aðallega) þá lá við að fólk ældi......mér fannst þetta æðislega gaman, því að mér finnst þetta svo góður matur. En það var samt einn kennari sem að sagði okkur að þetta væri nú ekki það versta sem að hann hafði lent í. Hann var einusinni á ráðstefnu og lenti í herbergi með færeyjing og hann sagði að færeyingurinn hefði verið með eitthvað þurrkað kjöt og svona harðfisk, það var ekki það versta, það versta var að þetta lyktaði svo illa því að kauði lagði þetta alltaf á einhverja hillu sem að var fyrir ofan ofnin. Hugsið ykkur að lenda í herbergi með islending sem að væri með "góðann" hákarl og geymdi hann á disk á hillu fyrir ofan ofninn.....ooojjjjjjbara...

Allavegana voru samt allir voða ánægðir að hafa fengið að smakka þetta, þó svo að þeim hafi fundist þetta vont........og ég hló bara........hehehehehehehehehehehehehe

Hákarl er góður en hrútspungar eru betri.......

góðar stundir

Engin ummæli: